Verðlagning: Uppgefið verð fyrir gistingu og aðra þjónustu BB Hótels inniheldur alltaf VSK og önnur gjöld eftir atvikum. Ekki bætist við aukagjald við komu. Verð geta breyst hvenær sem er miðað við bókunarstöðu og eftirspurn. Verðbreytingar hafa ekki áhrif á bókanir sem búið er að gera hverju sinni.  

2.       Endurgreiðsla: Ekki er endurgreitt fyrir þjónustu eða vöru sem veitt hefur verið eða afbókunarskilmálar hafa tekið gildi.

  •  Afbókunarskilmálar: Fyrir hefðbundnar bókanir þarf að afbóka með 48 klst. fyrirvara ellegar greiða 1. nótt gistingar fyrir hvert herbergi sem bókað var. Þessir afbókunarskilmálar eiga ekki við þegar bókað er óendurgreiðanlegt verð fyrir gistingu. Þá er fyrirfram greitt og enginn möguleiki á endurgreiðslu

3.       Ábyrgðarskilmálar:

BB Hótel ábyrgist að halda herbergjum þeim fráteknum sem búið er að gefa upp gildar greiðslukortaupplýsingar til tryggingar fyrir. Komi upp að tvíbókað hafi verið í herbergi og gestur geti ekki fengið gistingu á hótelinu, skal Hótelið ábyrgjast að útvega gestinum gistingu á öðrum gististað sem næst hótelinu í sama gæðaflokki eða hærri en BB Hótel býður uppá. Einnig skal hótelið útvega leigubíl eða annan ferðamáta til og frá BB Hótelinu svo gestur verði fyrir sem minnstum óþægindum.

Ef ófullnægjandi greiðslukortaupplýsingar eru fyrir hendi sem trygging fyrir gistingu, áskilur hótelið sér rétt til að afbóka einhliða hverja þá bókun sem gerð var með þeim upplýsingum.

4.       Trúnaður:

  • a.       BB Hótel heitir gestum sínum fullum trúanði um allar þær upplýsingar sem gestur gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
  • b.       Greiðslukortaupplýsingar þær er gestur gefur upp í bókunarferli eru sendar í gegnum örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun og eru kortanúmer ekki geymd í heilu lagi af starfsfólki hótelsins undir neinum kringumstæðum.
  • c.       Netklúbbur BB Hótelsins er í boði fyrir alla sem vilja skrá sig en hótelið skráir engan frá sinni hendi. Gestir verða að skrá sig sjálfir og með öllum samskiptum sem þeim berast vegna klúbbsins fylgir hlekkur til að afskrá sig, kjósi Netklúbbsmeðlimur að segja skilið við aðild. Ekki eru neinar upplýsingar geymdar um gest eftir að hann segir sig úr Netklúbb.
  • d.       Sjálfvirk upplýsingasöfnun getur átt sér stað á heimasíðu hótelsins með notkun vefkaka (cookies). Þetta er aðallega gert til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun og hjálpar hótelinu að skilja betur hvað gestir leita eftir á síðunni.

 

BB Hótel er í eigu og rekstri MyGroup ehf. KT: 430211-0990, VSK nr. 107132, Keilisbraut 762, 262 Reykjanesbæ.

 

síðast uppfært 1.10.2019