Vinsamlegast bókið skutluþjónustu til og frá hótelinu með hlekkjunum hér að neðan. Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði í hverja ferð. Því er best að bóka sem fyrst. 
Ef smábarn er með í för þarf að taka það fram sérstaklega og gera grein fyrir um hvernig bílstól barnið þarf. 

Til að grípa skutluna frá Leifsstöð er mikilvægt að vera á réttum stað þegar bílstjóri kemur að sækja farþega. Við sækjum farþega okkar við hlið Airport Information upplýsingaborðsins í komusal flugvallarins. Meðfylgjandi myndband leiðir þig frá tolli að borðinu sjálfu. 

Þegar mikll álagstími er á vellinum og þú missir af skutlunni sem þú bókaðir er samt góð hugmynd að halda sig við þetta svæði því bílstjórar okkar eru oft líklegir til að koma oftar þegar álagið er mikið. 

Einnig er góð hugmynd að hringja einfaldlega í skutlusímann okkar og láta vita af sér ef þú ert kominn í komusalinn og ferðbúinn. Ekki áður. Skutlusíminn er: 852-9099