BB hótel er frábær kostur fyrir hópa, bæði stóra og smáa.

 

Herbergi hótelsins eru minnst 33m² og skarta öllu því helsta eins og stóru sjónvarpi, te og kaffihorni og sér baðherbergi. Frítt internet er í allri byggingunni.

Við getum aðstoðað við að bóka hópferðabíl ef óskað er eftir því. Hægt væri að bóka BB rútuna sem tekur 32 í sæti. Ef það hentar hins vegar ekki höfum við samband við utanaðkomandi aðila sem við vinnum náið með.

 

Takeoff barinn okkar, staðsettur í hjarta móttökunnar er búinn með öllu því helsta til þess að reiða fram gott úrval af áfengum, óáfengum og kaffidrykkjum. Þar er gott að slaka á í góðum félagsskap.  

Við erum með rúmgóðan matsal á annarri hæð hússins. Ef hópurinn vill borða saman gæti teymið okkar hjálpað við að bóka og skipuleggja kvöldverð.

Vel útilátið morgunverðarhlaðborð er svo opið frá 04:00 – 10:00 svo allir ætu að geta farið frá okkur saddir og sælir.

 

Hafðu endilega samband við okkur fyrir þinn hóp og sendu okkur póst á groups@bbhotel.is