BB Hotel hefur hjálpað Íslendingum að halda áhyggjulausir í fríið síðan 2011 með því að bjóða uppá gistingu, geymslu á bílnum og skutli uppí Leifsstöð.

Á vormánuðum 2017 fór hótelið úr 55 herbergjum við Valhallarbraut í 130 ný innréttuð herbergi við Keilisbraut. Síðan þá hefur stjórn hótelsins snúist um að auka fagmennsku og þægindi fyrir gesti með hverjum mánuðinum.

Herbergin eru 33m2 og skarta öllu því helsta eins og stóru sjónvarpi, te- og kaffihorni og sér baðherbergi. Frítt internet er í allri byggingunni.

Hér á BB hotel bjóðum við uppá fría bílageymslu og morgun skutlþjónustu upp í flugstöð. Bóka þarf skutluna fyrirfram og er það gert hér á síðunni. Ríkulegt morgunverðahlaðborð er opið frá 04:00 - 10:00 alla daga.

Við mælum eindregið með því að þú skellir þér á Take-Off barinn og fáir þér eins og einn kaldann fyrir fríið! En setustofan okkar er fullkomin til þess að fá sér sæti og njóta áður en lagt er af stað í ferðalag.

Miðbær Keflavíkur er í 5 mínútna akstursfjarlægð. Starfsfólkið aðstoðar gesti með ánægju við að skipuleggja ferðir um Reykjanesskaga, svo sem til Bláa lónsins, sem er í 20 mínútna akstursfjarlægð.

Við stefnum að því að vera áreiðanlegur, jákvæður og einlægur ferðafélagi fyrir alla okkar gesti, hvort sem þeir eru íslenskir á leið á vit ævintýranna erlendis eða erlendir ferðamenn að byrja eða ljúka Íslandsför hjá okkur.

 

Endilega skoðaðu hótelið betur hér að neðan.