BB Hótelið hefur hjálpað Íslendingum að halda áhyggjulausir í fríið frá því 2011 með því að bjóða uppá gistingu, geymslu á bílnum og skutli til og frá Leifsstöð. 

Á vormánuðum 2017 fór hótelið úr 55 herbergjum við Valhallarbraut í 130 nýinnréttuð herbergi við Keilisbraut og á sama tíma var opnaður Take-Off barinn. Síðan þá hefur stjórn hótelsins snúist um að auka fagmennsku og þægindi fyrir gesti með hverjum mánuðinum. 

Við stefnum að því að vera áreiðanlegur, jákvæður og einlægur ferðafélagi fyrir alla okkar gesti, hvort sem þeir eru íslenskir á leið á vit ævintýranna erlendis eða erlendir ferðamenn að byrja eða ljúka Íslandsför hjá okkur. 

Á sama tíma er Jarðvangur Reykjaness með UNESCO viðurkenningu að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og þykir okkur ótrúlega spennandi að vera hluti af uppbyggingu á svæðinu og vekja athygli á þeim "leyndu" perlum sem svæðið hefur uppá að bjóða. 

BB Hótelið er í eigu MyGroup ehf. KT: 430211-0990, VSK nr.: 107132.